Brestur hlaðvarp - konur með ADHD

brestur hlaðvarp

Brestur

Hlaðvarp um allt og ekkert tengt því að vera kona með ADHD

Það að fá greiningu á fullorðinsaldri virðist algjörlega heltaka mann, enda fær maður loksins svör við svo mörgu sem hefur reynst manni erfitt alla ævi. Við tengjum því báðar við að hafa óbilandi þörf til að fræða okkur um ADHD – og ekki síður tala um það!

Birna Sif Kristínardóttir, Bryndís Ottesen. Fréttablaðið, 25. nóvember 2022

Brestur áskriftarþættir

Áskriftarþættir Brests

Þrír áskriftarþættir á mánuði. Þættirnir koma út samtímis í hverjum mánuði, en þar er lagt upp með að fara dýpra í ADHD saumana en gert er í vikulegum og opnum þáttum Brests. Hér fækkum við kenningarhornunum og fáum svör frá fagfólki okkur fróðara, fáum innsýn inn í daglegt líf fólks með ADHD og förum yfir lærdóm mánaðarins.

Í lok október 2022 kviknaði hugmynd að hlaðvarpinu Bresti, en þá voru engin íslensk hlaðvörp sem einblíndu í grunninn á ADHD sérstaklega hjá konum. Tíu dögum síðar var fyrsti þáttur Brests kominn í loftið.

Það var góður hyperfocus.

Að fá greiningu á fullorðinsaldri virðist algjörlega heltaka mann, enda koma þá loksins svör við svo mörgu sem hefur reynst manni erfitt alla ævi. Þó að ekki sé hægt að alhæfa um ólíkar birtingamyndir ADHD á milli kynja, þá er vitað að konur greinast oft á tíðum ekki fyrr en á fullorðinsaldri þar sem skimunarlistar hafa hingað til eingöngu höfðað til ungra drengja með ríkjandi hreyfiofvirkni. Þá virðast stelpur oft eiga auðveldara með að aðlaga sig að aðstæðum og spegla hegðun annarra og getur röskunin því oft verið falin öðrum.

Birna Sif Kristínardóttir
Bryndís Ottesen
Brestur hlaðvarp
Spotify Music Icon

Brestur er á öllum helstu hlaðvarpsveitum

Apple
Google

Nýjasti þátturinn

Mörg upplifa ýkt ADHD einkenni eftir greiningu. Þó það sé einstaklega pirrandi þá getum við huggað okkur við þá staðreynd þetta er klínískt!


Í þætti vikunnar ræða Birna og Bryndís færnihvarf (e. skill regression) og hver birtingamynd þess hefur verið í þeirra lífi frá greiningu.


Konurnar á bakvið raddirnar

Birna Sif Kristínardóttir
Brestur hlaðvarp

Birna Sif Kristínardóttir

Hlaðvarpsstýra,

markþjálfi, viðskiptafræðingur,

DIY-brasari og kattaáhugakona

Bryndís Ottesen
Brestur hlaðvarp

Bryndís Ottesen

Hlaðvarpsstýra,

verkefnastjóri, stjórnmálafræðingur og fyrrum rauðhærðasti Íslendingurinn

BRESTUR X OFURKONA Í ORLOFI

16. - 23. september 2024

Það má alltaf láta sig dreyma því draumar geta ræst!

Frá því að Brestssystur fengu Bjargeyju í viðtal síðastliðið vor hafa þær látið sig dreyma um paradísarheiminn í Tossa de Mar á Spáni. Nú ætla þær að leggja land undir fót með verðandi en skemmtilegustu ADHD vinkonum sínum!


Brestur x Ofurkona í orlofi kynnir:

Sjö daga ferð fulla af brestum til Tossa de Mar á Spáni dagana 16.-23. september 2024 í samstarfi við VISITOR ferðaskrifstofu.


Taugakerfið fær langþráða hvíld, sólin mun gefa og grímur fá að falla. Birna Sif, Dísa og Bjargey munu dansa með ykkur inn í sólsetrið því frelsið er yndislegt þegar við leyfum okkur að sjá fegurðina öllum brestunum.

Allar frekari upplýsingar má finna inni á ⁠heimasíðu Visitor.

ADHD ferð fyrir konur til Tossa de Mar

Rannsóknir um ADHD og aðrar tengdar taugaþroskaraskanir hafa færst mikið í aukana á undanförnum árum og hefur skilningur á orsökum og birtingamyndum á þeim málefnum aukist mikið jafnhliða því. Áður fyrr var ADHD talið vera barnaröskun hjá óþekkum drengjum sem er fjarri sannleikanum.


Á meðan við fögnum auknum áhuga á ADHD innan fagstétta teljum við að enn skorti þekkingu, skilning og áhuga í samfélaginu öllu. Þeir sem greinast með svokallaðar taugaþroskaraskanir í dag fá oft takmarkaðar upplýsingar frá greiningaraðilum um hvað felist í því að vera skynsegin og hverjar helstu áskoranir eru eftir greiningu. Sömuleiðis virðist samfélagið enn ala á fornri vitneskju um hvað það þýðir að vera með annarskonar heilastarfsemi en við eigum að þekkja og skilningur á málefnum þessa hóps sem hingað til hefur þurft að aðlaga sig að samfélagi sem er ekki sniðið að þeirra þörfum takmarkaður.


Vitundarvakning um allt það sem ADHD er og er ekki er okkur hjartans mál. Fólk með ADHD býr alla jafna yfir gríðarlegum styrkleikum sem þykja eftirsóknarverðir í nútíma samfélagi en án skilnings á ólíkum þörfum einstaklinga gefst lítið rými til að næra þá styrkleika og þeir hverfa undir yfirborð skammar og vanlíðan. Staðreyndirnar tala sínu máli, en meðal annars er talið að stór hluti fanga á Íslandi séu með ADHD.

ADHD fræðsla og fyrirlestrar

Fyrirspurnir um fyrirlestra og fræðslu í tengslum við samfélagsleg málefni ADHD má senda á bresturhladvarp@gmail.com

Námskeið

Eftir hálft ár af Bresti og ADHD rannsóknarvinnu tók nýr hyperfókus sífellt stærra pláss í hjarta okkar og huga (samhliða Bresti auðvitað, förum ekkert að hætta því úr þessu).


Við erum alltaf að átta okkur meira á því hversu stór hluti ævinnar hefur farið í það að setja upp grímu til að passa inn í samfélag sem er ekki hannað fyrir okkur. ADHD greining er aðeins fyrsta skrefið í átt að betri skilningi á sér sjálfum, en þegar við erum komnar með það púsl og vitum því af hverju heilinn á okkur hefur virkað öðruvísi en hjá öðrum verður oft erfiðara að fela sig undir grímunni en áður. Ferlið að kynnast sér upp á nýtt getur verið snúið og langt en við teljum þetta ferli engu að síður vera nauðsynlegt til að nýta krafta sína sem best og finna sinn tilgang.


Við höfum talað við ótalmargar konur og finnum að þörfin fyrir stuðning eftir greiningu er mikil og því langar okkur að miðla þeirri þekkingu sem við höfum sankað að okkur áfram og skapa tengslanet sem hægt er að leita til þegar spurningar vakna.


Hvað gerist þegar við kynnumst okkur sjálfum upp á nýtt?



Undir fyrstu brotunum af okkar grímum leyndist Brestur!

Þú getur skráð þig á póstlista til að fá tilkynningu þegar næstu námskeið verða birt.


Farið verður yfir orsök og afleiðingu grímunnar sem og ágóðann sem fæst við að grafa hana. Við munum einnig fara yfir bjargráð og tækni með það að leiðarljósi að komast í betra tengingu við okkar rétta sjálf og bresti.


Í lok námskeiðs fær hópurinn aðgang að lokuðu spjallsvæði fyrir áframhaldandi stuðning.



Hverjar eru afleiðingar grímunnar?

Hver er ágóðinn af því að grafa grímuna?

  • Seinkar greiningu og úrvinnslu
  • Streita
  • Kvíði og depurð
  • Lélegt sjálfsmat
  • Loddaralíðan
  • Fullkomnunarárátta
  • Höfnunartilfinning
  • Aftenging 
  • Skömm
  • Neikvæðni
  • Meiri orka
  • Aukið sjálfstraust
  • Meiri sátt og mildi
  • Betri stjórn og skilningur á ADHD einkennum
  • Betri samskipti
  • Aukin lífsgæði
  • Betri sýn á eigin tilgang og styrkleika
  • Meiri vöxtur
  • Betri frammistaða

Loop eyrnatappar

Loop eyrnatappar sem minnka hljóðáreiti. Eyrnatappar fyrir foreldra með ADHD og einhverfu. 10% afsláttarkóði.

Frá því að Dísa kynnti hlustendum fyrst fyrir Loop eyrnatöppunum sem dempa hverskyns hljóðáreiti í nærumhverfinu, hefur þættinum borist ófáar fyrirspurnir um hvar þeir séu fáanlegir.


Uppfrá því bauðst hlaðvarpinu samstarfsverkefni með Loop, en hlustendur geta nýtt sér 10% afsláttarkóða í gegnum meðfylgjandi hlekk.

Athugið að um ræðir erlenda netverslun, svo gera þarf ráð fyrir

innflutningsgjöldum til Íslands.

Brestur hlaðvarp - Konur með ADHD.
Lífið breyttist við ADHD greininguna.
Brestur hlaðvarp
Brestur hlaðvarp logo

Vilt þú heyra í okkur?

White Facebook Logo Social Media Icon
Black Instagram Logo

Brestur sf.

kt. 571023-0400